Image
Suðureyri 2008
Nú styttist óðfluga í 10 keppnina á Suðureyri sem er haldin laugardaginn 11. júlí en samhliða henni er haldin hátíðin Sæludagar á Suðureyri. Vestfirðir skarta sínu fegursta um þessar mundir - og voru þeir þó fagrir fyrir. Enginn kayakmaður eða -kona svikin af þátttöku í þessum hressilega róðri.  Strax í kjölfar 10 km keppninnar er keppt um Jarlsbikarinn sem er sprettróður milli Suðureyrar og Norðureyrar í Súgandafirði. Jarlsbikarinn er til minningar um Þorleif Guðnason sem bjó á Norðureyri á árunum 1918 -1971 og reri næstum daglega árabáti sínum þarna  á milli. Ræst verður í 10 km keppninni kl. 13:00