Kayaknámskeið og seinkun á sundlaugaraæfingu á sunnudaginn til kl. 18.00
Áhugasamir skrái sig til þattöku með því að hringja í Magnús í síma 8973386 eða með tölvupósti á msig@simnet.is
Kennsla verður í innilauginni í laugardal á laugardag og sunnudag kl. 16-18 . mæting ca. 15-20 min fyrr í anddyri sundlauganna.
Gjald fyrir námskeiðið er kr. 12þús.
Einnig er vakin aathygli á því að æfingin í lauginn næstkomandi sunnudag 19. nóv. getur ekki hafist fyrr en kl 18 en ekki kl.17 eins og venjulega vegna sundmóts, en þá ætlum við að skella okkur í kayakpóló, ég veit ekki enn hvort hægt er að fá lánaðan bolta og mörk í lauginni þannig að ef einhver á nothæfan plastbolta þá er um að gera að mæta með hann. Hjálmarnir eru líka að sjálfsögðu best geymdir á höfðinu á meðan. Held samt að öruggara sé að spila pólóið án ára til að byrja með, þær geta verið skæð vopn í höndum æstra. metnaðarfullra og hæfileikalausra pólóspilara!