Image

Klúbbferðin á Þingvallavatn 2006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þingvallavatnsferðin vinsæla verður farin sunnudaginn 27. sept.

Þessi ferð svíkur aldrei og í ár sér hringfarinn Gísli H Friðgeirs um hana.  Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan og á korkinum.

 

 

Ferðin út í Sandey á Þingvallavatni nálgast
þ.e. sunnud. 27. sept. n.k. Ég geri ráð fyrir að allir rati frá Reykjavík - Nesjavallaveginn og niður í Hestvíkina en það er um hálftíma akstur frá Rauðavatni. Við skulum hittast í Hestvíkinni kl. 10:00 og gerum ráð fyrir að koma þangað aftur um kaffileytið síðdegis.
Allt fer þetta þó eftir veðri sem enn er ekki vitað um.

Hér er ferðalýsing úr dagskrá klúbbsins:
Róið verður frá Hestvíkinni og um hellana í Klumbu. Þaðan verður haldið að Nesjaey og róið með henni. Því næst verður róið í Sandey og áð þar. Gengið á hátind eyjarinnar og mikilfenglegt umhverfi Þingvallavatns og stórbrotinn fjallahringurinn greindur. Því næst verður róið að Þorsteinsvík og þaðan með Stapa í Stapavík. Að lokum verður róið utan við Klumbu og inn Hestvíkina – þar sem bílarnir bíða okkar. Þetta verður róleg og innihaldsrík náttúruskoðunarferð á kayak.

Umsjón:
Gísli H. Friðgeirsson
gsm 822 0536
gislihf@simnet.is