Frétt frá SÍL:

Siglingasamband Íslands (SÍL) hyggst gangast fyrir fyrirlestarkvöldum í vetur þar sem umræðuefni tengjast starfi sambandsins.

Mánudagskvöldið 2. nóvember, riður Gísli Friðgeirsson á vaðið og segir okkur frá róðri sínum umhverfis landið í sumar og sýnir myndir úr för sinni.

Að loknum fyrilestrinum og kaffihlé verða umræður um og spurningar um ferð Gísla, með sérstaklega verður lögð áhersla á reynslu Gísla af straumum við ströndina og skorts á upplýsingum siglingar með ströndum landsins.

Fyrirlestur Gísla hefst klukkan 20:00 og fer fram á 3 hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal Engjavegi 6

Aðgangseyrir er:  kr 500,-