ImageÍþróttamaður ársins 2009 verður tilnefndur í kvöld í beinni útsendingu í sjónvarpinu kl. 19:40.  Fulltrúar okkar kayakfólks verða ekki minni spámenn en Heiða Jónsdóttir og Gísli H. Friðgeirsson

Heiða stóð sig fantavel meðal kvenna og gerði sér lítið fyrir eins og allir muna og vann íslandsmeistaratitilinn bæði á sjó og í straumi.   

Gísli  braut blað í Kayaksögu Íslands með því að vera fyrstur Íslendinga til að róa kringum landið.  Þrátt fyrir að Gísli hafi lítið haft sig frammi á mótum ársins hefur hann sýnt þess heldur meiri harðdrægni, dugnað og hæfileika en nokkur annar kayakmaður á árinu.  Í okkar huga snýst kayakíþróttin heldur ekki aðallega um að róa hraðast, heldur ekki síður að þróa með sér hæfileikann til að beita bátnum af öryggi og kunnáttu við allar aðstæður. 

Heiðu og Gísla er hér með óskað innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.