Aðalfundurinn fór vel og siðsamlega fram á miðvikudaginn var. 25 manns mættir sem er orðin standard mæting á aðalfund. Þarna var hins vegar afar góðmennt og fjörlegar og góðar umræður fóru fram eftir að búið var að fara yfir ársskýrsluna sem má finna hér . Mannabreytingar í stjórn voru þær að Halli Njáls og Sæþór voru sáttir við að hleypa nýju og fersku fólki að og Gísli Karls og Þóra Atladóttir komu inn í stað þeirra. Halla og Sæþóri eru þökkuð fín störf í stjórn og Gísli og Þóra boðin velkomin. Stjórnin öll er talin upp undir "Klúbburinn" - "Stjórn"
Á fundinum var helst rætt um öryggismál eins og komið hefur fram hefur verið á korkinum, unglingastarf klúbbsins í framtíðinni og aðstöðumál. Þessi mál verða öll unnin áfram í þar til bærum nefndum.