í kröppum dansi á árshátíðNú þegar sól fer ört hækkandi á lofti og veðrið að batna fer að færast aukið líf í limi kayakfólks.

Framundan er fullt að gerast fyrir utan hefðbundna viðburði eins og félagsróðra og sundlaugaræfingar.

Hér er það helsta sem framundan er á næstunni.............

 

 

 

Aðalfundurinn


Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal klukkan 20:00 fimtudaginn 8. febrúar. Dagskrá fundarins verður hefðbundin
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningsskil og árgjöld.
3. Tillögur frá stjórn og félagsmönnum.
4. Kjör stjórnar, nefnda og endurskoðenda.
5. Önnur mál.

 

Laugaleikarnir

 

Á laugardaginn 10 Febrúar kl 14.00 verða verða laugaleikarnir settir í innilaug laugrdalslaugarinnar.

á laugaleikunum verður keppt í allskonar óhefðbundnum kayaktengdum íþróttum einsog kayakreipitogi, árasundi og fleiru skemmtilegu.

Stjórnandi leikanna, og yfirdómari er enginn annar en ofurtöffarinn Bragi “beibwatch” sjóhundur!Allir félagar í kayakklúbbnum og vinir þeirra eru hvattir til að mæta og taka þátt í leikunum eða horfa á . Engin skilyrði þarf að uppfylla til að taka þátt og það kostar að sjálfsögðu ekki neitt.

 

 

Árshátíðín

 

Um kvöldið verður svo slegið upp heljarinnar veislu í félagsaðstöðu kafara í nauthólsvíkinni (Bláa húsið við ylströndina).

Húsið opnar stundvíslega kl. 19.30 og matur verður framreiddur um klukkustund síðar. Ef fólk vill drekka eittvað annað en gos og vatn þá verður hver að koma með sitt.

Veitt verða verðlaun fyrir helstu afrek á laugaleikunum, hinn eftirsótti titill ármaðurinn 2006 fellur í skaut einhvers lukkulegs ræðara, kayakmaður ársins krýndur olf. skemmtinefndin (team Dolly) heldur svo uppi fjörinu frameftir nóttu.

Miðinn á árshátíðina kostar c.a. 0kr. (Veislumaturinn innifalinn).

 

P.S.

 

Nú er búið að breyta starfsemi virkjunarinnar í Elliðaránum og verið að gera tilraunir með að keyra hana virka daga frá kl. 8 til 19.

Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur og þýðir að hægt verður að æfa þarna alla virka daga í vetur eftir vinnu ef þetta breytist ekki, og þá koma væntanlega fram fullt af nýjum ródeo snillingum í vor!