Nú geta kayakkonur og - menn loks skipulagt sumarfríið sitt af einhverju viti því bæði ferða- og keppnisnefnd hafa lokið við dagskrá sumarsins.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Athygli er vakin á flokkun ferða eftir erfiðleikastigi. Ítarlegri dagskrá verður í stuttu Fréttabréfi sem kemur út í þessum mánuði (vonandi).
Viðburðir verða auglýstir nánar eftir því sem nær dregur, annað hvort á fréttasíðu eða á korkinum.
Netföng nefndarmanna má líka finna undir Klúbburinn - nefndir.
Dags. | Ferð/ keppni | Umsjón | Flokkun |
26.-30. apríl |
BCU 4* Leader námskeið, sjókayak |
Maggi Sigurjóns | |
30. apríl |
Elliðaárródeó, straumkayak |
Keppnisnefnd | |
1. maí | Reykjavíkurbikari og vorhátíð, sjókayak | Keppnisnefnd | |
8. maí | Hestvatn, dagsferð, sjókayak | Sveinn Axel | 1 |
14.-16. maí | Reykjanes við Ísafjarðardjúp, helgarferð, sjókayak | Sæfari | |
22.-24. maí | Egill rauði, sjókayak | Kaj | |
23. maí | Sprettkeppni á Norðfirði, sjókayak | Kaj | |
2 9. maí | Hvítá fyrir byrjendur, straumkayak | Guðm. Jón Björgvins. | |
6. júní | Sjómannadagurinn, sjókayak | Stjórn Kayakklúbbsins | |
12. júní | Suður með sjó, Vogar-Keflavík, sjókayak | Andri | 2 |
19. júní | Bessastaðabikar, sjókayak | Sviði | |
24. júní | Jónsmessuróður, sjókayak | Gunnar Ingi | 1 |
3. júlí | Tungufljótskappróður, straumkayak | Guðm. Jón Björgvins. | |
9.-11. júlí | Snæfellsnes, Arnarstapi/Grundafj eftir veðri, sjókayak | Gísli | 2-3 |
10. júlí | 10 km keppni á Suðureyri og Jarslbikarinn, sjókayak | Vestfirðingar | |
17. júlí | Straumfjörður, Knarrarnes, sjókayak | Reynir Tómas | 2 |
24.-25. júlí | Skagafjörður, Kayakdagar, straumkayak | Guðm. Jón Björgvins. | |
6.-8. ágúst | Breiðafjörður, sjókayak | Reynir Tómas | 2-3 |
14. ágúst | Hvítá, frá Brattholti ("old boys"), straumkayak | Guðm. Jón Björgvins. o. fl. | |
21-22. ágúst | Langisjór, sjókayak | Guðm. Jón Björgvins. | 2 |
4. sept | Hvammsvíkurmaraþon, sjókayak | Keppnisnefnd | |
4. sept | Haustródeó, straumkayak | Keppnisnefnd | |
Keppnir: | 8 viðburðir | ||
Ferðanefnd: | 10 viðburðir (straumur 3, vötn 2, sjór 5) | ||