Næst á dagskrá er félagsróður sem nú hefur flust yfir á fimmtudaga.  Boðið er upp á splunkunýjan brottfaratíma úr Geldinganesi, kl. 19.  Nánar um félagsróðrana má lesa undir Klúbburinn - Til nýliða.

Svo er fyrsta ferð sumarsins að bresta á.  Á laugardaginn kemur (8. maí) er boðið upp á hringróður um Hestvatn. Nánar má lesa um þá ferð með hér að neðan.

 

Umsjón Sveinn Axel, gsm: 660-7002,  e-mail: sveinnaxel@gmail.com

Mæting er kl. 10:00 að Hestvatni við bæinn Vatnsnes og róður hefst kl. 10:30 stundvíslega.

Við munum róa hring um Hestvatnið. Heildar róðrarlengd er um 11-13 km og gert er ráð fyrir einu kaffistoppi. Þetta er því auðveldur róður, sem hentar öllum ef vindur er ekki mikill.

Mikilvægt er að skrá sig í ferðina.  Skráning fer fram á korkinum, með því að svara þræðinum um Hringróðurinn um Hestvatnið.