Á aðalfundinum í vor var stofnuð atvikanefnd sem hefur það hlutverk að safna saman lýsingum á hættulegum eða varasömum atvikum sem komið hafa upp við kajakróður hér á landi. Tilgangurinn með að safna saman frásögnum af “næstum-því-slysum” og fleiri atvikum sem menn geta dregið lærdóm af, er sá að menn læri af mistökum annarra og forðist þar með hætturnar.
Umræða um öryggismál hefur verið töluverð á vettvangi klúbbsins í vetur. Þar að auki hafa nýlega orðið atvik þar sem litlu mátti muna að slys yrði. Þá er væntanlega óþarfi að rifja upp banaslysin tvö sem orðið hafa á sjókajökum á sl. árum.
Atvikanefndin fer þess á leit við þá kajakmenn sem hafa lent í varasömu atviki við kajakróður, hvort sem það er í straumvatni eða í sjó, að senda lýsingu á atvikinu til nefndarinnar. Lýsingin þarf ekki að vera löng en þó allnákvæm. Það fer að sjálfsögðu eftir atvikum hvað fram þarf að koma í lýsingunni. Smellið á "Read More" fyrir nánari upplýsingar.
Innihaldið gæti verið á þessa leið:
- Lýsing á atvikinu, í hverju hættan fólst og hvernig ráðið var fram úr hættunni.
- Hvenær og hvar atvikið varð
- Hversu margir voru róðrinum
- Veðurspá
- Undirbúningur og reynsla
- Hvaða lærdóma má draga af atvikinu, hvaða búnað vantaði, hvernig kunnátta hefði þurft að vera til staðar o.s.frv
Hafi einhver slíka sögu að segja en hefur ekki tök á að færa hana í letur, getur viðkomandi sent póst á nefndina og óskað eftir því að nefndarmaður setji sig í samband við hann og sjái um að skrá niður frásögnina.
Nefndin mun einnig safna saman þeim lýsingum sem til eru á korkinum, á heimasíðunni og víðar. Frásagnirnar verða gerðar aðgengilegar jafnóðum og þær berast. Póstfangið er runar.palmason@gmail.com
Í nefndinni eru:
Ari Gauti arigauti@hotmail.com
Gísli H. Friðgeirsson gislihf@simnet.is
Haraldur Njálsson haranja@centrum.is
Magnús Sigurjónsson msig@simnet.is
Guðmundur J. gummij@hive.is
Rúnar Pálmason runar.palmason@gmail.com
Guðmundur Breiðdal gbb@itn.is
Ps. Fyrirmyndina að söfnun lýsinga á hættulegum atvikum er m.a. að finna í bókinni Sea Kayaker Deep Trouble sem fjallar um kajakslys við strendur N-Ameríku. Höfundur bókarinnar safnaði saman nákvæmum lýsingum á aðstæðum og frásögnum þeirra sem komu við sögu. Í lok hvers kafla fjallaði hann síðan um þann lærdóm sem hægt er að draga af atvikinu.Hægt er að sjá fyrir sér að eitthvað svipað komi út úr þessari söfnun á atvikalýsingum, þó ætlunin sé reyndar ekki að gefa út bók og ekki er heldur ætlast til að lýsingarnar verði jafnnákvæmar.