Kajakklúbburinn Sviði á Álftanesi hefur tilkynnt að klúbburinn munii ekki halda Bessastaðabikarinn 19. júní. Keppnin fellur því niður. Sem fyrr gildir besti árangur úr þremur keppnum til stiga í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Tvær keppnir á sjókayak eru að baki: Reykjavíkurbikar og Sprettkeppnin. Tvær eru eftir: 10 km róðurinn á Suðureyri 10. júlí og Hvammsvíkurmaraþonið 4. september. Á næsta ári verða þessar fjórar keppnir inni í Íslandsmeistaraseríunni.

Bessastaðabikarinn er alfarið í höndum Sviða, líkt og sprettkeppnin er í höndum Kaj á Neskaupsstað og 10 km róðurinn á Suðureyri er í höndum Sæfara á Ísafirði. Kayakklúbburinn í Reykjavík stendur á hinn bóginn fyrir Reykjavíkurbikarnum og Hvammsvíkurmaraþoninu sem eru sjókajakkeppnir og straumkajakkeppnunum Elliðaárródeói, Tungufljótskappróðri og Haustródeói.

Ef slegið er á Read more má sjá tilkynningu frá formanni Sviða.

 

Vegna óviðráðanlegra ástæðna neyðist kajakklúbburinn Sviði á Álftanesi til að aflýsa Bessastaðabikar þann 19. júní í ár. Okkur þykir leitt ef þessi ákvörðun hefur neikvæð áhrif á skipulag kajaksumars metnaðarfullra ræðara vegna mótaraðar til Íslandsmeistara og vonum einlæglega að ykkur takist að ná gleði ykkar og njótið helgarinnar 19. - 20. júní á kajak á öðrum vetvangi í góðra vina hópi. - Vinsamlegast Tryggvi Tryggvason formaður Sviða.