Stefnan hefur verið tekin á að halda lokahóf Kayakklúbbsins á föstudaginn, 24. september. Í lokahófinu rifja menn upp og reyna að muna það helsta frá ferðum sumarsins og keppnum. Íslandsmeistarar fá afhenda glæsilega farand- og eignarbikara og þeir sem lentu í 2.-3. sæti fá viðurkenningu og hyllingu. Í lokahófinu er sjálfsagt að nýta tækifærið til að gera upp sakir eftir keppnir sumarsins, séu þær einhverjar ...

Dagskrá og nánari upplýsingar verða sendar út í vikunni. Þeir sem eiga kayakmyndir frá sumrinu mega gjarna senda þær (eða slóð á þær ef þær eru á Netinu) þannig að við getum látið þær rúlla á lokahófinu. Netfangið er kayakklubbur@gmail.com

Svo er sjálfsagt að minna á að ágætis veðurspá er fyrir félagsróðurinn í fyrramálið, laugardag.  Mæting kl. 9:30 að venju.

Fylgist með á korkinum hvort það verður ekki örugglega sundlaugaæfing á sunnudaginn milli 16 og 18.