Hinn rammklassíski næturróður í Viðey vegna tendrunar friðarsúlunnar verður næstkomandi laugardag 9. október. Friðarsúluróður í Viðey er orðinn einn af föstu liðunum í starfsemi Kayakklúbbsins og margir ræðarar hafa farið í sinn fyrsta næturróður undir þessum formerkjum. Næturróðrar verða stundaðir af krafti í vetur og má líta svo á að Friðarsúluróður marki jafnan formlegt upphaf þeirra.

Dagskrá okkar þann 9. okt. er eftirfarandi:

-Mæting 18:15. Kaffi á könnunni og kruðerí bíður okkar.
-Sjósett kl. 19:15 og stefnt á Viðeyna. Tekið land við Virkisfjöru um kl. 19:45
-Friðarsúlan tendruð kl. 20. Það gerist í nokkrum áföngum. Skemmtilegt áhorfs.
-Haldið heim kl. 20:15 og komið í Geldinganes kl. 20:45.

Ath.: Nauðsynlegur búnaður: róðrarljós á björgunarvestið, utanyfirflík, vettlingar og húfa fyrir róðrarstoppið í Viðey.
Róðrarstjóri er Örlygur Steinn Sigurjónsson. Sjáumst hress.

(Vakni spurningar er um að gera að leita svara á korknum.)