Sportbúðin ætlar að prófa að bjóða Kayakklúbbnum upp á vefverslun með eftirfarandi fyrirkomulagi:

Farið inn á heimasíðu NRS hér og finnið vöru sem þið viljið panta.  Afritið slóðina sem vísar á viðkomandi vöru og límið inn í tölvupóst sem sendist á kayakpontun@gmail.com.  Tiltaka þarf lit, stærð og fjölda sem pantað er.  Þar þarf líka að koma fram kennitala, nafn og símanúmer kaupanda.  Allar pantanir eru bindandi.  Til að finna áætlað verð vörunnar hingað komna reiknarðu dollarann á 190 kr fyrir fatnað og 180 kr fyrir annað. Hægt er að fá aðstoð og fleiri upplýsingar hjá Magga í síma 8973386.