Riaan Manser tekst greinilega á við verkefni í stærri kantinum.

Hefur nú þegar hjólað hringinn kringum Afríku og róið kringum Madagaskar sem er 6 sinnum stærri en Ísland.

Hann er að leggja af stað í hringróður um Ísland og hefur enginn reynt það fyrr að vetri til.

Fimmtudaginn 17. mars mun hann halda fyrirlestur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hann kl. 19:30.  Þar mun hann segja okkur frá hringferð sinni um Madagaskar.

Ágætis umræður um þetta fyrirtæki hans og félaga hans eru á korkinum okkar hér og heimasíðuna hans er að finna hér.

Vonadi sjáum við ykkur sem flest á þessum áhugaverða fyrirlestri og gangi honum allt í haginn í hringferðinni.