Nú er a.m.k. eitt brimskíði er komið til landsins og hugsanlega eru fleiri á leiðinni á næstu árum. Því þurfti keppnisnefnd Kayakklúbbsins að ákveða hvernig og hvort aðlaga ætti keppnisreglur að þessum nýju fararskjótum. Gæta verður sanngirni gagnvart þeim sem eiga ekki eins hraðskreið sjóför og jafnframt er mikilvægt að koma til móts við þá sem hafa áhuga á keppnisróðri. Hafa verður í huga að klúbburinn er vettvangur fyrir alla kayakmenn.
Keppnisnefnd ákvað á fundi í mars að hafa samband við þá sem halda ASKR (Arctic Sea Kayak Race) í Noregi til að fá fréttir af því hvaða augum þeir líta þessi mál enda mun hafa verið litið til ASKR-keppninnar þegar núverandi keppnisreglur voru smíðaðar.

Breytingin sem keppnisnefnd ákvað að gera var að skipta bátum í tvo flokka; keppnisbáta og brimskíði annars vegar og ferðabáta hins vegar. Slíkar skiptingar verða seint óumdeildar en með þolinmæði og sanngirni ætti að vera hægt að ná sátt um hana. Vonandi verður breytingin til að fjölga keppendum.

 

 

 

Í stuttu máli sagt þá er ASKR-keppnin nú opin bæði fyrir þá sem róa brimskíðum og venjulegum kayökum. ASKR er nú raunar liður í heimsmeistarkeppni á brimskíðum.
Í svari frá norska kayakmanninum Mortin Ivarssen* kom fram að allur gangur væri á því hvort brimskíðum og sjókayökum væri att saman. Hann sagði að í flestum keppnum væri það undir keppandanum komið að velja sér kayak og færi valið  eftir aðstæðum og getu hvers og eins. Í öðrum stórum keppnum á Norðurlöndunum mætti keppa á hvernig kayak sem er, en ekki væri hægt að skrá sig til keppni í flokki ferðabáta nema á ferðabát. Af Ivarssen var að skilja keppt sé í nokkrum mismunandi flokkum.
*Tom Selvik, þekktur norskur kayakmaður mælti með að haft yrði samband við Ivarssen, en haft var samband við Selvik skv. ábendingu frá Kayakklúbbnum í Osló.
Hjá Kayakklúbbnum hafa ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að skipta bátum í flokka, s.s. í plastbáta og trefjabáta, en flokkaskipting var síðan aflögð. Keppnisnefnd hefur verið efins um kosti þess að taka aftur upp flokkaskiptingu, m.a. vegna þess að hún sé flókin og bjóði upp á deilur og leiðindi um skiptingu í flokka. Undanfarin misseri hefur nefndin reyndar fengið nokkrar ábendingar um að rétt væri að taka skiptinguna upp aftur.
Nú er keppnisnefnd komin á þá skoðun að rétt sé að gera tilraun með flokkaskiptingu í sumar, til reynslu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að líkt og fyrr verður skipting báta í flokka ekki óumdeild. Við biðjum kayakmenn að sýna þessu fyrirkomulagi skilning og þolinmæði á meðan reynsla fæst á það.

Breytingin - Tveir flokkar í sjókayakkeppnum:

Annars vegar: Keppnisbátar og brimskíði (þ.m.t. Rapier, Ocean X, Nelo og brimskíði)
Hins vegar: Ferðabátar (þ.m.t. Kirton Inuk enda var hann smíðaður sem hraðskreiður ferðabátur og hefðbundnir grænlenskir kayakar, að uppfylltum skilyrðum*)
Veitt verða verðlaun í báðum flokkum, þ.e. viðurkenningarpeningar. Bikarar í keppnum verða afhentir þeim sem eru fyrstir í mark, óháð bátaflokki.
Sá verður Íslandsmeistari sem fær flest heildarstig í Íslandsmeistarakeppninni. Ræðarar geta sem sagt orðið Íslandsmeistarar þótt þeir hafi aðeins keppt í flokki ferðabáta. Sem fyrr munu innbyrðis úrslit í Hvammsvíkurmaraþoni skera úr um hver sigrar, að því gefnu að keppendur verði með jafn mörg stig eftir maraþonið. Í maraþoninu er ekki tekið tillit til þess hvort viðkomandi var á keppnisbát eða ferðabát enda mikilvægt að menn geti skipt yfir í stöðugri bát ef þeim líst ekki á aðstæður fyrir keppnisbáta. Þeir sem keppt hafa á ferðabátum er einnig frjálst að skipta yfir í keppnisbáta.
Áskilið er að keppendur ákveði í hvaða flokki þeir ætla að keppa þegar keppnistímabilið hefst, þ.e. annað hvort í flokki ferðabáta eða keppnisbáta, nema í Hvammsvíkurmaraþoninu, þá er keppendum frjálst að skipta um bátaflokk.
Keppnisnefnd áskilur sér rétt til að skipta bátum í flokka. Í stuttu máli má segja að reglan sé sú að ef bátar eru smíðaðir sem ferðabátar falla þeir í flokk ferðabáta o.s.frv.
*Til þess að hægt sé að samþykkja hefðbundinn grænlenskan kayak í keppnir Kayakklúbbsins, verður hann að vera með vatnsheld flotholt í stefni og skut sem eru tryggilega fest. Í alþjóðlegum reglum um sjókayakkeppnir er gjarnan ákvæði um að bátur sé með a.m.k. eitt vatnshelt hólf. Brimskíði uppfylla þá kröfu.
Þessar breytingar hafa verið kynntar fyrir stjórn og formönnum helstu nefnda. Hafi einhver athugasemdir eru þær vel þegnar. Póstfangið er: runar.palmason@gmail.com