Hér með staðfestist að Ólafur B. Einarsson setti nýtt brautarmet í Reykjavíkurbikarnum á laugardag og Þóra Atladóttir setti sömuleiðis glæsilegt brautarmet í kvennaflokki. Aðstæður voru hagstæðar á laugardag, nánast stilltur sjór en smávegis snjóbloti á sjónum á síðasta leggnum dró líklega aðeins úr hraðanum. Ólafur bætti metið um 2:36 en Þóra bætti metið í kvennaflokki enn meira eða um 4:48. Keppt hefur verið á núverandi braut frá árinu 2003. Hægt er að sjá bestu tíma í brautinni með því að þrýsta á Read more.

 

Tími Halldórs Sveinbjörnssonar á Inuknum er sá besti sem hefur náðst á slíkum bát - 57:42 og tími Péturs Hilmarssonar sá næstbesti - klukkustund og níu sekúndur. Líklega voru reyndar slegin met í flestum flokkum og ábyggilega einhver persónuleg met sömuleiðis.

 

2003 Sveinbjörn Kristjánsson 01:05:10 Kirton Inuk
2004 Sveinbjörn Kristjánsson 00:58:28 Kirton Inuk
2005 Torben Gregersen 00:57:08 Cleaver
2006 Halldór Sveinbjörnsson 00:55:11 Ruahine Ocean X
2007 Haraldur Njálsson 00:55:05 Valley Rapier
2008 Ólafur B. Einarsson 01:00:49 Ocean X
2009 Haraldur Njálsson 01:06:09 Valley Rapier
2010 Ólafur B. Einarsson 0:59:18 Ocean X
2011 Ólafur B. Einarsson 00:52:29 Stellar brimskíði
2003 .....
2004 Fanney Pálsdóttir 01:13:19 Kirton Inuk
2005 Elín Marta Eiríksdóttir 01:11:08 Valley Nordkapp
2006 Elín Marta Eiríksdóttir 01:16:05 Valley Nordkapp
2007 Heiða Jónsdóttir 01:21:41 Heimasmíði
2008 Elín Marta Eiríksdóttir 01:25:45 Valley Q-boat
2009 Heiða Jónsdóttir 01:44:55 Fransesconi Esplora
2010 Heiða Jónsdóttir 01:21:50 Quajac Kitiwec
2011 Þóra Atladóttir 01:06:20 NDK Explorer