Næsta laugardag er komið að Hvítárferð. 
Mæting klukkan 9:00 við austurenda stúkunar við Laugardalslaug, þar sem útvegaðir verða bátar og búnaður.  Þeir sem ekki eiga þurrbúning eða blautbúning geta leigt græjur hjá staðarhöldurum á Drumboddsstöðum, en þar ætlum við að vera mætt fyrir klukkan 11:00.

Tilkynnið endilega mætingu til Gumma J.

Við hvetjum sjókallar og -konur til að koma líka. 

ATH. Þeim sem ætla að róa í fyrsta skipti í straumvatni í þessari ferð verða að hafa mætt á æfingar í Laugardalslaug og fara a.m.k. eina ferð í félagsróður í sjókayak til að vera gjaldgengir í ferðina.

Ferðin er gráðuð 1 ár í erfiðleikastig klúbbferða.