Hin árlega BANFF kvikmyndahátíð ÍSALP verður haldin 17. og 18. maí og hefur nú fengið inni í Bíó Paradís. Alls verða sýndar 15 myndir um hverskyns ofurhuga og klifurketti. Tvær kayakmyndir eru líka á dagskránni. Frábær skemmtun fyrir alla sem unna útivist – en ekki síður fyrir þá sem kjósa frekar að sitja í þægilegu sæti og fylgjast með.

 


Sjá nánar um dagskrána: hér