Loks hefur formaður keppnisnefndar lagst yfir bækurnar og reiknað út stöðu keppenda að loknum þremur sjókayakkeppnum. Ennfremur eru hér birt heildarúrslit í sprettkeppninni sem haldin var í tengslum við Egil rauða á Norðfirði, gott ef það var ekki 12. júní. Þar að auki verður hér upplýst hver er veltukóngur Íslands (og nágrennis) árið 2011 en um þann titil var einnig keppt fyrir austan. Virkilega efnismikil frétt, það get ég fullyrt. Þú munt ekki sjá eftir að þrýsta á Read more - lesa meira.

 

 

Úrslit í sprettinum voru sem hér segir:

 

Flokkur keppnisbáta - karlar
1 Þorsteinn Sigurlaugsson Valley Rapier 00:49:32 100
Flokkur ferðabáta - karlar
1 Ari Benediktsson Valley Nordkapp 0:57:93 100
2 Bjarki Rafn Albertsson Kajaksport Viviane 0:59:84 80
3 Pétur Már Hjartarson Bátstegund vantar 1:03:75 60
4 Júlíus Albertsson www.kajaksmidjan.net 1:04:23 50
5 Reynir Svavar Eiríksson Hassle Explorer 1:07 45
Flokkur ferðabáta - konur
1 Helga Hrönn Melsteð NDK Explorer 1:10:84 100
2 Hrefna Ingólfsdóttir NDK Romany 1:17:19 80
Unglingar 16 ára og yngri
1 Gylfi Páll Gíslason Capella 1:22:09
2 Trausti Þorsteinsson NDK Romany 1:22:09
3 Helgi Steinar Júlíusson www.kajaksmidjan.net 1:25:62
4 Arnar Snær Bjarkason Hassle explorer 1:48:06

 

Þegar stig hafa verið gefin, lögð saman og keppendum raðað eftir stafrófsröð, séu þeir jafnir að stigum, lítur stigataflan, þegar aðeins ein keppni er eftir, þ.e.a.s. sjálft Hvammsvíkurmaraþonið, svona út,,,,,,

 

Flokkur keppnisbáta - karlar
Bátstegund Reybikar Reykjanes Sprettur Samtals
Ólafur B. Einarsson Stellar brimskíði 100 100 200
Þorsteinn Sigurlaugsson Valley Rapier 100 100
Flokkur ferðabáta - karlar
Bátstegund
Halldór Sveinbjörnsson Kirton Inuk 100 100 200
Pétur Hilmarsson Kirton Inuk 80 60 140
Ari Benediktsson Valley Nordkapp 100 100
Bjarki Rafn Albertsson Kajaksport Viviane 80 80
Gudni Páll Viktorsson Kirton Inuk 80 80
Pétur Már Hjartarson Bátstegund vantar 60 60
Eymundur Ingimundarson Valley Aquanaut 60 60
Guðmundur Breiðdal Kirton Inuk 50 50
Júlíus Albertsson www.kajaksmidjan.net 50 50
Örn Torfason Kirton Inuk 50 50
Ágúst Ingi Valley Nordkapp 45 45
Reynir Svavar Eiríksson Hassle Explorer 45 45
Örlygur Steinn Sigurjónsson Lettman Godthap 45 45
Rafn Pálsson. Valley Nordkapp 40 40
Rúnar Pálmason Valley Nordkapp 40 40
Páll Reynisson NDK Explorer HV 36 36
Þorbergur K Quajaq Sea Wolf 32 32
Össur Imsland NDK Explorer 29 29
Valdirmar H Valley Aquanaut 26 26
Egill Þorsteinsson NDK Explorer 24 24
Steffan I Point °65 22 22
Þórólfur Matthíasson Quajaq Viking 20 20
Flokkur ferðabáta - konur
Bátstegund
Helga Einarsdóttir Sea Wolf 100 100
Helga Hrönn Melsteð NDK Explorer 100 100
Þóra Atladóttir NDK Explorer 100 100
Arndís Jónsdóttir Sardinia L. 80 80
Hrefna Ingólfsdóttir NDK Romany 80 80
Rán Höskuldsdóttir Kittiwek 60 60

 

Það gæti sem sagt dregið allverulega til tíðinda í Hvammsvíkurmaraþoni, mæti bæði Ólafur B. Einarsson og Halldór Sveinbjörnsson til leiks því eins og glögglega má sjá eru þeir hnífjafnir að stigum. Í lokakeppninni, hinu magnaða maraþoni, eru bátaflokkanir látnar lönd og leið og það eina sem telur er að verða fyrstur í mark.

Að endingu skal það tilkynnt að veltukóngur lýðveldisins er enginn annar en Þorsteinn Sigurlaugsson, betur þekktur hér syðra sem Steini í Hólminum. Til lykke, eins og þeir myndu segja í Stykkishólmi.