Jón Skírnir Ágústsson tryggði sér á laugardag Íslandsmeistaratitill í straumkayakróðri með sigri í Tungufljótskappróðrinum. Haraldur Njálsson fékk silfrið (sem er eiginlega eins og gull, sbr. handboltalandsliðið) og Jóhann Geir Hjartarson nældi sér í brons. Sex kepptu; fjórir Íslendingar, einn Nepali og einn Svíi.
Mættir voru 6 ræðarar sem kepptu fyrst í tveimur þriggja manna riðlum og komust tveir úr hvorum riðli áfram í úrslitariðilinn.
Svíinn sem mætti er nýbyrjaður ræðari, lærisveinn Lama frá Nepal sem keppti líka. Lars átti við ofurefli að etja og varð síðastur í sínum riðli en Lama mætti á leikbát (sem er mun hægari batur en þeir sem venjulega eru notaðir í svona keppni), átti góða möguleika í sínum riðli, en hann er með eindæmum kurteis og lítillátur keppandi og sætti sig við síðasta sæti í sínum riðli með bros á vör.
Niðurstaðan í þessari skemmtilegu keppni urðu eftirfarandi:
1. Jón Skírnir Ágústsson
2. Haraldur Njálsson
3. Jóhann Geir Hjartarson
4. Elvar Þrastarson
5-6. Lama Nepal
5-6 Fred Drumbó