Ólafur Íslandsmeistari karla á sjókayak
Ástæðan fyrir því hversu úrslit í Íslandsmeistarakeppninni eru sett seint inn eru sú að skera þurfti úr á milli efstu manna, þ.e. Ólafs B. Einarssonar og Halldórs Sveinbjörnssonar með hlutkesti. Ólafur hafði betur í hlutkestinu og er því réttkrýndur Íslandsmeistari.
Staðan var sú að Ólafur var fyrstur í mark á keppnisbát (brimskíði) í Reykjavíkurbikar og Reykjaneskeppni. Halldór varð fyrstur í mark á sjóbát (Kirton Inuk) í Reykjavíkurbikar og Reykjaneskeppni. Gert hafði verði ráð fyrir að úrslit myndu ráðast í Hvammsvíkur-maraþoninu. Þar mætti Ólafur til keppni en ekki Halldór. Svo illa vildi til að Ólafi tókst ekki að ljúka keppni, en hann fékk afar slæma krampa á síðasta leggnum, og þar með fékk hann engin stig. Keppendur hafa ekki fengið stig nema þeir komist í mark, fyrir því er hefð (sem hugsanlega þarf að endurskoða - í siglingakeppnum
Því þurfti að beita ákvæði í 9. grein keppnisreglna, þ.e. að varpa hlutkesti. Um það sá Haraldur Njálsson. Á fundi hans, Ólafs og Guðna Páls Viktorssonar í Perlunni í gærkvöldi var varpað tening. Ólafur myndi bera sigur úr býtum ef upp kæmi jöfn tala en Halldór fékk oddatölurnar. Upp kom tala sex og þar með vann Ólafur.
Það er auðvitað ekki besta lausnin að skera úr í svona málum með hlutkesti. Enginn möguleiki var þó á öðru og Úlfur hjá Siglingasambandinu var því sammála. Í þessu tilviki urðu nýjar reglur um flokkaskiptingu þess valdandi að hlutkesti skar úr um, en ekki keppni. Eins og sagt var í vor þá ætlaði keppnisnefnd sér að meta reynsluna af þessum reglum að keppnistímabili loknu og það mun hún gera.
Eins og undanfarin ár hefur verið fremur lítill áhugi á róðrakeppnum meðal kvenna. Allt stefndi í að Auður Rafnsdóttir hreppti titilinn en hún var sú eina sem hóf keppni í Hvammsvíkurmaraþoni í kvennaflokki. Því miður varð hún að hætta keppni á Kjalarnesi. Ástæðan var sú að hún var óvön fleyinu en miðað við reynslu hennar af löngum keppnum var fastlega búist við að hún myndi klára. Okkur hlakkar til að sjá þennan öfluga ræðara í maraþoninu að ári. Við lofum kjötsúpu!
Úr því að Auður lauk ekki keppni er staðan sú í kvennaflokki að þrjár konur eru efstar og jafnar, hver og ein með 100 stig. Hver og ein þeirra keppti aðeins í einni keppni en ekki liggja fyrir innbyrðis úrslit þeirra á milli. Það bíður keppnisnefndar að hafa samband við þær og ákveða hvenær varpað verður hlutkesti til að skera úr um Íslandsmeistaratitilinn. Og var þó flokkaskipting báta ekki að flækja málið. Svona er lífið stundum ...
Keppnisnefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppnum sumarsins. Um er að ræða 24 karla og sjö konur. Einnig fjóra unglinga sem stóðu sig vel í keppninni fyrir austan.
Hér er staðan, bæði í bátaflokkum og lokastaðan í Íslandsmeistarakeppninni.
Íslandsmeistarakeppni - karlaflokkur
Bátstegund Reybikar Reykjanes Sprettur Maraþon Samtals
1 Ólafur B. Einarsson Stellar brimskíði 100 100 200
2 Halldór Sveinbjörnsson Kirton Inuk 100 100 200
3 Örlygur Steinn Sigurjónsson Lettman Godthap/Kirton Inuk 45 100 145
4-5 Eymundur Ingimundarson Valley Aquanaut/Valley Rapier 60 80 140
4-5 Pétur Hilmarsson Kirton Inuk 80 60 140
6-7 Þorsteinn Sigurlaugsson Valley Rapier 100 100
6-7 Ari Benediktsson Valley Nordkapp 100 100
8 Páll Reynisson NDK Explorer HV 36 60 96
9 Rúnar Pálmason Valley Nordkapp/Valley Rapier 40 45 85
10 Þorbergur K Quajaq Sea Wolf 32 50 82
11-12 Bjarki Rafn Albertsson Kajaksport Viviane 80 80
11-12 Gudni Páll Viktorsson Kirton Inuk 80 80
13 Pétur Már Hjartarson Bátstegund vantar 60 60
14-16 Guðmundur Breiðdal Kirton Inuk 50 50
14-16 Júlíus Albertsson www.kajaksmidjan.net 50 50
14-16 Örn Torfason Kirton Inuk 50 50
17-18 Ágúst Ingi Valley Nordkapp 45 45
17-18 Reynir Svavar Eiríksson Hassle Explorer 45 45
19 Rafn Pálsson. Valley Nordkapp 40 40
20 Össur Imsland NDK Explorer 29 29
21 Valdirmar H Valley Aquanaut 26 26
22 Egill Þorsteinsson NDK Explorer 24 24
23 Steffan I Point °65 22 22
24 Þórólfur Matthíasson Quajaq Viking 20 20
Flokkur keppnisbáta - karlar
Bátstegund Reybikar Reykjanes Sprettur Maraþon Samtals
1 Ólafur B. Einarsson Stellar brimskíði 100 100 200
2 Þorsteinn Sigurlaugsson Valley Rapier 100 100
Flokkur ferðabáta - karlar
Bátstegund
1 Halldór Sveinbjörnsson Kirton Inuk 100 100 200
2 Örlygur Steinn Sigurjónsson Lettman Godthap/Kirton Inuk 45 100 145
3-4 Eymundur Ingimundarson Valley Aquanaut/Valley Rapier 60 80 140
5 Pétur Hilmarsson Kirton Inuk 80 60 140
6 Ari Benediktsson Valley Nordkapp 100 100
7 Páll Reynisson NDK Explorer HV 36 60 96
8 Rúnar Pálmason Valley Nordkapp/Valley Rapier 40 45 85
9 Þorbergur K Quajaq Sea Wolf 32 50 82
10-11 Bjarki Rafn Albertsson Kajaksport Viviane 80 80
10-11 Gudni Páll Viktorsson Kirton Inuk 80 80
12 Pétur Már Hjartarson Bátstegund vantar 60 60
13-15 Guðmundur Breiðdal Kirton Inuk 50 50
13-15 Júlíus Albertsson www.kajaksmidjan.net 50 50
13-15 Örn Torfason Kirton Inuk 50 50
15-16 Ágúst Ingi Valley Nordkapp 45 45
15-16 Reynir Svavar Eiríksson Hassle Explorer 45 45
17 Rafn Pálsson. Valley Nordkapp 40 40
18 Össur Imsland NDK Explorer 29 29
19 Valdirmar H Valley Aquanaut 26 26
20 Egill Þorsteinsson NDK Explorer 24 24
21 Steffan I Point °65 22 22
22 Þórólfur Matthíasson Quajaq Viking 20 20
Flokkur ferðabáta - konur
Bátstegund Reybikar Reykjanes Sprettur Maraþon
1-3 Helga Einarsdóttir Sea Wolf 100 100
1-3 Helga Hrönn Melsteð NDK Explorer 100 100
1-3 Þóra Atladóttir NDK Explorer 100 100
4-5 Arndís Jónsdóttir Sardinia L. 80 80
4-5 Hrefna Ingólfsdóttir NDK Romany 80 80
6 Rán Höskuldsdóttir Kittiwek 60 60