Uppskeruhátíð siglinga laugardagskvöld 15. október.
Laugardaginn 15. október verður haldin uppskeruhátíð siglinga í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6.
Hátíðin er ætluð öllu siglingafólki og ræðurum, fjölskyldum þeirra og vinum. 18 ára og yngri komi í fylgd með fullorðnum. Húsið opnar kl. 19 með fordrykk. Borðhald hefst um kl. 20.
Matseðill: Sjávarréttasúpa, Jurtakryddað lambalæri með villisveppasósu, Súkkulaði brownie með vanilluís og rjóma.
Dagskrá: Sumarið gert upp með afhendingu fjölda verðlauna og viðurkenninga, ræðum og öðrum gamanmálum :)
Dagskrá lýkur um kl. 23 og húsinu lokað um miðnætti. Veislustjóri er Sigþór Heimisson (Sóri).
Aðgangseyrir er aðeins kr. 4200 og greiðist við innganginn. Léttvín verður selt gegn vægu verði. Snyrtilegur klæðnaður.
Skráið ykkur hjá sil@isisport.is. Skráningu lýkur á miðnætti 12. okt.