Áfram heldur haustdagskráin.

Núna er veðurspá fyrir næsta fimmtudag 27. okt. þannig að freistandi er að róa í ljósaskiptunum.  Elliðavatn verður staðurinn og tíminn 17:30, mæting 17:00.
Sólarlag er nefnilega 17:29 og sólsetur 18:20.
Þetta er róður fyrir alla en munið eftir ljósum (kíkið á bendir.is og sportbúðina)  og bætið við einu lagi af ullar- / flís fötum.
Við leggjum út frá stíflunni.  Leiðarlýsing fyrir þá sem koma Breiðholtsbraut:
- Vatnsendahvarf
- Vatnsendavegur,
- Breiðahvarf, alveg niður og þá til vinnstri
- að bílaplani við enda Dimmuhvarfs (húsinu hennar Kína Unnar).
Skráið ykkur endilega á korkinum eða sendið tölvupóst á Fíu (olafia.adalsteinsdottir@landsbankinn.is) sem verður fararstjóri.
Óskað er eftir róðrarstjórum úr nýjasta stjörnumerkinu í kúbbnum.