Sumir ráða sér ekki af kætiVertu velkomin(n) á nýju heimasíðu Kayakklúbbsins.  Hér kennir ýmissa grasa og ber þar helst að nefna nýtt spjall- og sölusíðukerfi, nýja framsetningu ferðasagna og bara miklu flottara heimasíðu.  Við höfum fulla stjórn yfir þessari síðu og því má gera ráð fyrir því að hlutir sem ekki virki verði lagaðir.

Þessi síða er enn í vinnslu og því getur verið að það virki ekki alveg allt á henni eins og er.  Við munum eftir fremsta megni reyna að koma henni á fullt flug eins hratt og auðið er.  Verið ófeimin við að skoða síðuna spjaldana á milli og gera athugasemdir við það sem betur má fara og ekki gleyma að taka fram hvað síðan er svaka flott Cool