Keppnisnefnd hefur ákveðið dagsetningar á þeim keppnum sem eru í umsjón nefndarinnar:

28. apríl; Reykjavíkurbikarinn

25. ágúst:   Hvammsvíkurmaraþon

 

Þá hefur nefndin einnig áhuga á því að halda keppni í kayak-þrautum (keppt í ca. 400 m braut og ákveðnar þrautir leystar á leiðinni) og einnig kemur veltukeppni til greina.

 

Frekari upplýsingar verða gefnar út síðar, sem og frekari dagskrá fyrir Reykjavíkurbikarinn.

 

Þá hefur nefndin ákveðið að notast við sömu keppnisreglur og giltu á síðasta ári.