Frá Guðna Páli, splunkunýjum formanni húsnæðisnefndar:

 

Núna þegar vor er í lofti þá er kominn tími til að taka til hendinni í höfuðstöðvum okkar á Geldinganesi, töluverðar framkvæmdir verða þar í þessari viku. Við erum að fá nýjan aðstöðugám til að stækka búningsaðstöðu fyrir konurnar. Ekki ætlum við að láta þar við sitja og verður pallurinn stækkaður til muna og verður reistur skjólveggur við enda pallsins sem mun ekki vera hærri en 130.cm og er fyrst og fremst hugsaður sem skjól fyrir bátana.

Einnig ætlum við að þrífa gámana að innan og gera fínt þarna hjá okkur og vill ég hvetja alla til að mæta á Laugardaginn kl 09:00 og aðstoða við ýmsa vinnu og þeir sem geta endilega komið með skrúfvél með sér, önnur verkfæri verða á staðnum.

Vinnuplan vikunnar

Umsjón yfir verkinu : Magnús Sigurjónsson, Guðni Páll , Stjórn Kayakklúbbsins

Fimmtudaginn 29.mars: Grafa verður að vinna þarna til að laga jarðveginn fyrir nýjan pall, nýja gáminn, og göngubraut í fjöru.

Föstudaginn 30. mars: Kranabíll kemur til að færa gáma, og einnig verður Maggi að gera undirstöður fyrir pallinn og fleira.

Laugardaginn 31. mars: verður vinnudagur hjá klúbbnum mæting kl 09:00 og allir hvattir til að mæta og hjálpa til við að skrúfa dekkið á pallinn og aðstoða við ýmislegt. Þeir sem eiga skrúfvél eru vinsamlegast beðnir að koma með hana með sér, allt annað verður á staðnum.

Nánari umræða og nýjustu fréttir af verkefninu eru á korkinum