Við stefnum á að gera þetta svipað og í fyrra.
Hittumst við Laugardalslaugina á milli kl. 9 og 10 til að græja báta fyrir þá sem þurfa að fá lánað. Brottför frá Laugardalslaug kl.10:00. Þeir sem ætla að koma sjálfir á Drumboddsstaði þurfa að vera komnir þangað kl 11:00.
Hægt er að fá lánaða báta hjá klúbbnum en ekki galla. Ef fólk þarf galla, þá er hægt að leigja þá á Drumbó fyrir sanngjarna upphæð. Stefnan er að skipta liðinu þannig að hver vanur ræðari sé með tvo til fjóra óvana undir sínum verndarvæng.
Rennslið í Hvítánni undanfarna daga hefur verið 220-270 rúmmetrar á sekúndu. Venjulegt sumar-rennsli er í kringum 100. Líklegast mun hún haldast í hærri kantinum eitthvað áfram. Nýliðaferðin hefst í Brúarhlöðum og endar þar sem raftferðirnar enda.
Skráið mætingu á krokinn eða email til : joimeistari@gmail.com