Farið verður frá stað sem heitir Blautós, sem er allstór vogur norðan við Akranes á leiðinni norður með Akrafjalli. Þarna var einu sinni flugvöllur meðfram bakkanum sem hestamenn nota helst nú og þegar ekið er inn með ósnum í norðaustur er þar lítill hóll. Þar má keyra út af og leggja bílum við enda flugvallarins. Þaðan er stutt niður í fjöruna.
Ósinn er grunnur og því þarf að fara út nálægt háflóði sem er laugardaginn 8.9. kl. 11.14.


Það væri heppilegt að hittast við ósinn á laugardag kl. 10 f.h. til að leggja af stað. Róðurinn ætti að vera um 10-11 km. Við róum út úr ósnum og svo undan vindi milli skerja og smáeyja inn í Höfðavík sem er í miðjum bænum. Þar er ágætt að leggja að og taka góða pásu.
Við róum svo fyrir nesið (Vesturflös og sjálfan Skagann) og vitann og inn á Krossvíkina, skjótumst inn í höfnina, og svo út á Langasand innanverðan. Það má reikna með 3+ klst og svo bæta ferðinni úr og í bæinn við = 1 klst í við bót. Ef menn leggja af stað frá Reykjavík kl. 09.20 eða svo, þá ætti fólk að vera komið aftur tilbaka um kl. 3 e.h.


Þetta getur orðið ágætur róður um svæði sem fæstir hafa farið, ekki erfiður (ein ár), og gefur aðra sýn á þetta gamla bæjarstæði en venjulega. Akranes byrjaði að byggjast upp á fyrri hluta 19. aldar, en varð formlegur kaupstaður 1942. Landnámsmenn á Akranesi voru írskir.
Við reiknum með að fá flutning til að sækja bílana að Langasandi.
Áhugasamir eru beðnir að láta vita af sér á korkinum eða hringja í mig (Reyni Tómas s. 824 5444), eða senda e.mail á reynir.steinunn@simnet.is.
Kort er hér