Um 35 félagar sóttu fyrirlestur Kristins Magnússonar sjúkraþjálfara um axlarmein, forvarnir og fleira því tengdu.  Kristinn svaraði fjölmörgum fyrirspurnum kayakfólks og var erindi hans uppspretta umræðna langt fram á kvöld.  Í næsta félagsróðri verður vafalaust hitað vel upp fyrir róður og teygt eftir á.  Kayakklúbburinn þakkar Kristni var hans áhugaverða framlag og vonast til þess að sjá hann sem oftast á sjó.