Út er komin bókin Á sjókeip kringum landið, ferðasaga Gísla H Friðgeirssonar um róðurinn umhverfis Ísland sumarið 2009. Hann varð fyrstur Íslendinga til að ljúka því verkefni en Guðni Páll reri síðan hringinn í sumar eins og kunnugt er.

Bókin er komin í bókaverslanir Eymundsson. Hún er um 300 bls. með fjölda svarthvítra mynda, orðskýringum og örnefnaskrá. Verð frá Gísla er kr. 4000 og klúbbfélagar geta snúið sér beint til hans, álagning bætist síðan við verðið í bókaverslunum.

Ferðasagan er frásögn um krefjandi langferð á kajak og veitir kynni af ströndum landsins. Í slíkri ferð þarf að þekkja eigin takmörk og takast á við kvíða, þreytu og annað sem allir þekkja. Þannig á bókin erindi við víðan hóp lesenda.

Netfang vegna bókarinnar er iskeipur@simnet.is