Hefðbundinn félagsróður verður á laugardag áður en félagsmenn fjölmenna á Þrautakóng í Laugardalslaug kl. 15.

Veðurspá laugardagsins spáir töluverðum vindi (12-15 m/s)  af ANA-NA og hita um 2-5°C.  Flóð í Reykjavík er kl. 7:15 (4,7m) og fjara er kl. 13:33 (-0,1m). Sjávarhiti í Reykjavíkurhöfn er um 2°C

Róðrarleið verður ákveðin á staðnum. Valin verður leið sem hæfir öllum þátttakendum.

kv. Egill