Við vorum þrettán sem lögðum af stað í stutta hringferð í morgun.  Við létum Geldinganesið duga í þetta sinn, sjósettum í smá mótvindi en rérum síðan í rólegheitaveðri fyrir Geldinganes.  Þegar  við sáum heim í höfuðstöðvar fengum við hressilega golu í fangið og úr varð að hópnum var skipt upp, hluti réri þétt upp við Geldinganes í stilltari sjó á meðan aðrir tóku hraustlega á því með vindinn í fangið.  Allir komu heilir heim og glaðir í bragði eftir góðan róður.  Það var ein létt björgunaræfing fyrir utan Geldinganesi, en þar komu Örlygur, Svenni og fleiri Lárusi til bjargar.  Þrátt fyrir sjávarkulda æfðu menn veltur og sull af kappi.

Takk fyrir góðan róður.

Klara.