Þann 3. desember síðastliðinn var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um áhættumat vegna ferðamennsku (216. mál) þar sem ríkislögreglustjóra er falið að gera áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku og í framhaldinu verði metið hvort að að settar verði reglur um ferðir á þeim svæðum sem falla í efsta áhættuflokk.
Kayakklúbbnum hefur verið send tillagan til umsagnar og mun klúbburinn að sjálfsögðu skila inn umsögn enda er málið mikilvægt fyrir okkur.
Umsögn klúbbsins verður væntanlega með svipuðu sniðu og sú ályktun sem unnin var af þeim Reyni Tómasi Geirssyni og Ástu Þorleifsdóttur um náttúruverndarlögin og var samþykkt á aðalfundi Kayakklúbbsins þann 31. janúar 2013. Klara og Sveinn Axel undirbúa umsögnina og munu kalla reynslubolta klúbbsins að þeirri vinnu.