Skotvís boðar félagsmenn sína og SAMÚT á fund um þjóðlendumál í Iðnó á fimmtudagin 15.02.07 klukkan 12:00
Eftirfarandi barst aðildarfélögum SAMÚT frá Skotvís, Skotveiðifélagi Íslands www.skotvis.is.
"Við erum með opinn fund í hádeginu nú á fimmtudaginn 15. febrúar kl. 12:00
um þjóðlendumál. Árni Matthiesen, fjármálaráðherra, mætir á fundinn og er
hann ölllum opinn. Mér þætti vænt um að þú kynntir þennan fund öllum Samút
félögum. Á fundinum munum við leggja fram áskorun til samþykktar þar sem
ríkisstjórn Íslands er hvött til að gæta hagsmuna útivistarfólks og
landlausra Íslendinga. Þá gerum við kröfu um að þjóðlendulögum verði ekki
breytt eins og samtök landeigenda hafa krafist.
Kveðja,
Sigmar B. Hauksson"