Íslandsmeistarar á kayak og kayakmaður/kona ársins

Á árinu 2015 voru haldnar þrjár keppnir sem töldu til stiga í keppni um Íslandsmeistaratitil á kayak. Sigurvegari í karlaflokki var Ólafur Einarsson og í kvennaflokki sigraði Björg Kjartansdóttir.

Stjórn Kayakklúbbsins tilnefnir kayakmann/konu ársins og er viðkomandi stillt upp meðal fremstu íþróttamanna landsins í hófi ÍSÍ í kjöri Íþróttamanns Íslandis. Í ár voru Ólafur Einarsson og Björg Kjartansdóttir valin til þeirra verðlauna.

Keppnisnefnd óskar Ólafi og Björgu til hamingju með árangurinn á árinu 2015.