Stjórn hittist í dag í fyrsta skipti eftir aðalfund og kaus sé gjaldkera og ritara.

Stjórn starfsárið 2022 - 2023 er sem segir: 

Formaður: Valgeir

Gjaldkeri: Gísli

Ritari: Helg skiptia

Meðstjórnendur: Susanne og Sveinn Elmar

Á fundinum undirritaði stjórn tilkynningu um breytta prófkúru og skipan stjórnar sem skilað er til Skattsins. Þá skipti stjórnarfólk með sér að vakta tölvupóstfangið kayakklubbur@gmail.com til að tryggja að öllum póstum sem berast til klúbbssins sé svarað.

Einnig var umræða um hvaða búnað þyrfti að bæta við eða endurnýja þegar voraði enn eins og staðan er núna þá er klúbburinn í góðum málum varðandi kayaka en gæti þurft að bæta aðeins við svuntum og vestum.

Þá var tekin staðan á innbrotinu sem var á dögunum en lögregluskýrsla var gerð og tjón tilkynnt til tryggingafélags. Unnið verður í samráði við húsnæðisnefnd að láta lagfæra útihurð og skoða möguleika á að tryggja frekari öryggi í framtíðinni.

Hægt er að skoða allar fundargerðir stjórna með því að skrá sig inn á heimasíðuna og fara undir flipann klúbburinn og fundargerðir. 

 

Með kveðju

Valgeir