Gleðilegt sumar félagsmenn


Það var fín byrjun á sumrinu hjá þeim sem tóku þátt í fyrsta róðri ársins hjá ferðanefnd í dag. Róið var frá aðstöðu kayaksklúbbsins Sviða á Álftanesi inn í Hafnarfjarðarhöfn að höfuðstöðvum Þyts í Hafnarfirði.

Það biðu ræðara vöfflur og með því sem var kærkomið á þessum fallega degi. Að veitingum loknum fór hluti hópsins til baka.

Samtals tóku 23 ræðarar og 2 bretti þátt í róðrinum þar sem blönduðust saman félagar í Kayakklúbbnum, Sviða og Þyt í skemmtilegum róðri sem fór fram fór fram í blíðskapar veðri og sól á köflum.

 

Frá og með 1. maí færast róðrar yfir á fimmtudagskvöld. Mæting er kl.18:30 og farið á sjó kl.19.