Í gær, 23. febrúar 2023, var haldinn aðalfundur Kayaksklúbbsins. Fundurinn var ágætlega sóttur af félagsmönnum.
Helstu mál á fundinum vor að lagabreyting var samþykkt þannig aðalfundur kýs skoðunarmann ársreikninga. Ein breyting varð á stjórn, Helga ritari gaf ekki kost á sér í áframhaldandi stjórnarsetu. Í stað hennar kom S. Perla.
Þá var kynnt sú breyting að félagsmenn verða beðnir í framtíðinni að flytja sig yfir á VHF rás 69 frá rás 10 í félagsróðrum og -ferðum.
Þetta er gert í samráði við Fjarskiptastofu og Landhelgisgæsluna en rás 10 er rás leitar- og björgunar, því hentar hún ekki spjalli okkar í róðrum.
Þessi breyting verður kynnt á næstunni, bæði á samfélagsmiðlum klúbbsins og settar upp tilkynningar í Geldinganesi.
Í neyðartilfellum er notast við rás 16 eins og verið hefur.
Valgeir