FréttabréfRitstörf vegna Fréttabréfsins 2007 eru hafin og auglýsir ritnefndin hér með eftir aðsendu efni frá félögum í klúbbnum sem öðrum áhugamönnum um kayakróður.

Sendið okkur ferðasögur, reynslusögur og hvaðeina sem viðkemur þessari göfugu íþrótt - og látið myndir auðvitað fljóta með.

Almennur skilafrestur er til 31. mars.

Látið nú ljós ykkar skína og munið: Samkvæmt lestrarkönnun Capacent Gallup er Fréttabréf Kayakklúbbsins mest lesna fréttabréf kayakmanna á Íslandi!!!!!!!!!

Hinn grafíski hönnnuður ritnefndarinnar, Sveinbjörg Jónsdóttir, tekur við greinum og myndum. Netfangið hennar er svj@nyherji.is