ImageSundlaugaræfing sem vera átti næstkomandi sunnudag 18. mars fellur niður vegna stórmóts í sundi. Í staðinn er um að gera að mæta í sjóróður á laugardagsmorguninn kl. 10 (mæting 9.30). Og svo er aldrei að vita nema straumfólk fari að vakna úr vetrardvalanum, fylgist með á korkinum!