Miðvikudaginn 21.mars verður haldinn fyrirlestur um ofkælingu í húsi ÍSÍ í Laugardal. Fyrirlesturinn byrjar kl. 20:00 og er í fundarherbergi á 3ju hæð. Fyrirlesari verður Mikael R. Ólafsson sjúkraflutningarmaður, kafari og björgunarsveitamaður með meiru. Félagar eru hvattir til að fjölmenna enda er þetta umræðuefni sem við þurfum að kunna skil á.