Frá Þingvallavatni

 

Hörpuróður - kvennaróður kl. 09:30 frá Geldinganesi

Þéttir á floti - karlaróður kl. 10:00 frá Álftanesi

Tekist á við strauminn - straumferð í Ytri-Rangá

Grill um kvöldið í Nauthólsvík
 

Hörpuróður 

Hörpuróður öðru nafni hörkuróður eða kerlingaróður. Ástæðan? Sjá hversu margar konur eru að róa í kajakklúbbnum og að gera sér glaðan dag og skiptast á upplýsingum um hitt og þetta hvað róður varðarl

Mæting kl. 09:30 á Eiðinu við Geldingarnes á laugardaginn.

Útbúnaður: Kajak og ár og allt dót sem því fylgir.

Nesti: Heitt á brúsa, gott í gogginn og eitthvað sem kemur á óvart.

Róðurleið: T.d. út í Kollafjörð og kringum Þerney eða kringum Viðey (fer eftir veðri og vindum)

Áningarstaður: Í góðu skjóli helst í sólskini!

Skráning og upplýsingar: Á korkinum Allar konur velkomnar jafnt vanar sem óvanar

Umsjón Úngfrú Anna María Lind, símar: 5539925 og 6959925.

Það skal tekið fram að veðrið getur breytt öllum plönum og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með veðurspánni og  korknum til að til að vera með á nótunum. 

 

 

Þéttir á floti

 “Þéttir á floti”. Róður eingöngu ætlaður körlum. Mæting kl. 10:00. Róðrarleið: Umhverfis Álftanes.  (Landnámsmaðurinn Sviði reri fyrstur í húðkeip umhverfis Álftanes og klúbburinn heitir eftir honum.) Umsjón: Reynir Tómas Geirsson  marest@tv.is, og kajakklúbburinn Sviði á Álftanesi.

Árdegisháflæði er kl. 07.54. Hefjum róður um kl. 09.00 á laugardaginn, við Hliðsnes, sjávar megin á Hliðsnesveginum. Fara svo inn að minni Skógtjarnar í strauminn þar, róa svo út í skerin utan við Álftanesið (Hrakhólmar), þaðan inn á Seiluna og stoppa  í kaffipásu og ganga að Skansinum, - vilji menn hætta þar er það hægt. Þaðan förum við svo kringum Bessastaðanesið að Eskineseyrum og meðfram Gálgaklettum inn í Lambhúsatjörn og leggjum að sem fyrr  rétt neðan við Bessastaðakirkjuna. Þar yrði einn bíll og keyrði menn að Hliðsnesi til að sækja hina bílana. Alls um 6 km að Seilunni og 5-6 í viðbót að Bessastöðum. Samtals með kaffipásu áætlað um 3-4 klst. ferð.

Kort má m.a. finna á vefnum www.alftanes.is (undir aðalskipulag og loftmyndir).

Það skal tekið fram að veðrið getur breytt öllum plönum og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með veðurspánni og  korknum til að til að vera með á nótunum. 

 

Tekist á við strauminn

Róður straumkayakmanna í Ytri-Rangá, lagt af stað frá Rjúpnavöllum, tekið upp við Galtalæk. Ferðin hentar þeim sem voru að byrja síðasta sumar og eru að koma sér af stað aftur. Umsjón: Ferðanefnd.

Fylgist með á korkinum þegar nær dregur helgi til að fá nánari uppl. um brottfararstað og stund. 

 

Grill um Kvöldið 

Svo er meiningin að allir hittist í grillveislu um kvöldið í Nauthólsvíkinni (ylströndin), gasgrill verður á staðnum en hver kemur með sitt á grillið og viðeigandi verkfæri eins og grilltangir og þessháttar.