Fyrir námsfúsa verður svo haldið námskeið í laugardalsauginni laugardag og sunnudag frá kl. 16-18.
Hefðbundin félagsæfing er svo í lauginni frá 17-19.30. á sunnudeginum.
Reykjavíkurbikar
Gera á aðra tilraun með Reykjavíkurbikarinn laugardaginn 19. mai.kl 10.00 Þar verður keppt í 10km kappróðri karla og kvenna og einnig boðið uppá nýjan flokk 50ára og eldri.
Í styttri vegalendinni (c.a. 3km) verður keppt í fullorðinsflokki, og þar verður einnig boðið uppá nýjan flokk unglinga 16 ára og yngri.
Ljóst er að hart verður barist um stigin sem í boði eru til íslandsmeistara og sumir búnir að æfa stíft og ætla sér ekkert annað en sigur en flestir aðallega komnir til að sýna sig og sjá aðra eins og gengur. Aðalatriðið er auðvitað að koma og gera eitthvað skemmtilegt hvort sem það þýðir að taka þátt eða fylgjast með og kynna sér kayaksportið. Það skal skýrt tekið fram að allir eru velkomnir á svæðið hvort sem fólk er í klúbbnum eða ekki.
Þátttökugjald er 500kr. í öllum flokkum og allir fá afhent neyðarblys við skráningu. Ræst verður í 10km vegalengd kl. 10.oo og 3km c.a hálftíma síðar.
Nánari upplýsingar og kort af leiðinni eru að finna hér ofar á síðunni undir flipanum keppnir/sjókayak.
Helgina 19. og 20. mai kl 16 til 18 báða dagana verður haldið byrjenda og framhaldsnámskeið í sundlauginni Laugardal.
Byrjandanámskeiðið
er 2x2 tímar í laug og kynning á bátum og búnaði,
kennt verður umgengni um báta róðrartækni, félagabjörgun og áraflot ofl.
Gjaldið er 12000 pr mann .
Frammhaldsnámskeið
Kennd er veltan, þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa farið á byrjandanámskeið eða eru búnir að róa eitt ár eða svo.
Námskeið í júni
-
– 3. juni 15. – 17. júni og 22. – 24. júni
Byrjað er að bóka á þessi námskeið og er verðið 15000 pr mann
Allar uppl. gefur Maggi S: 8973386 eða msig@simnet.is
Viðey
Útilegan í viðey verður nánar útfærð þegar umsjónarmaður ferðarinar, Sæþór Ólafsson kemur sprenglærður í leiðangurstjórnun, til baka frá Wales, en ég held að hugmyndin sé leggja í hann um kvöldmatarleytið frá Geldinganesinu og til baka á Sunnudeginum þegar fólk er búið að fá nóg!.