Hin árlega ferð nýliða og sjókayakræðara í Hvítánna verður farin laugardaginn 2. júní. Lagt verður af stað frá bátageymslunni við austurenda stúkunnar á Laugardalslaug klukkan 10:30. Allir eru velkomnir í þessa ferð, en ætlast er til þess að allir sem fara í ferðina hafi sest í kayak áður.
Hvítáin er róleg og þægileg á og hentar ferðin því öllum ræðurum, vönum og óvönum. Þrátt fyrir að áin sé mjög létt, erfiðleika stig 2-3 af 5, hafa margir af helstu stór BCU stjörnum í sjókayaknum komið syndandi niður léttar flúðirnar. Allir hafa þeir þó skilað sér í land og yfirleitt brosandi með kannski eylítið sært egó (hver veit). Fleiri myndir úr Hvítánni er hægt að finna á síðunni www.pbase.com/skirnir/kayak.
Félagar klúbbsins geta fengið allan búnað lánaðan, þ.e.a.s. árar, fatnað og báta, eins og birgðir endast. Þeir sem vilja fá lánað dót ættu að hafa samband við hann Kalla sks@hi.is, s. 867 7272, í síðasta lagi á fimmtudaginn kemur.
Ef veðrið verður leiðinlegt á laugardaginn, höfum við sunnudaginn til vara.