Image Hjól - Róður - Fjallganga

Nýr dagskrárliður með alhiða og hæfilegri áreynslu! Veðurspáin fyrir sunnudaginn er góð. Mæting er fyrst með hjólin við brúna yfir Elliðaárnar við Geirsnef kl. 9.00 og hjólað í Geldinganes.
Kl. ca. 10.00 - 10.30 er róið úr Geldinganesi inn í Kollafjörð. Mæta má beint í Geldinganesið og jafnvel Kollafjörðinn.
Kl. ca. 11.30 - 12.00 verður gengið á Esjuna og má gera ráð fyrir að gangan taki allt að 3 klst. með öllu (upp, niður, skipta um föt og næra sig).
Kl. ca. 14.30-15.00 verður róið til baka í Geldinganes og kl. ca. 15.30 - 16.30 er komið í land þar.

Ath. Allar tímasetningar, nema brottför frá Elliðaánum, geta verið talsvert breytilegar, allt eftir getu hvers og eins, en munið að tryggja ykkur róðrarfélaga !!

Grillað verður við aðstöðu klúbbsins í Geldinganesi að þríþraut lokinni (kr. 500/mann).

Eigin tímataka er á hvern legg sem svo er skráð og gefin upp fyrir hvern áfanga sm lokið er að fullu.

Taka má þátt í einum, tveimur eða öllum þremur liðunum, eins og hver vill. Takið gjarnan fjölskylduna með í það sem hún treystir sér, t.d. hjólaliðinn eða gönguna á Esjuna.

Þeir sem ganga á Esjuna geta farið alla leið upp á Þverfellshorn, upp að "Stóra steini" (um 2/3 leiðarinnar upp), eða eins og hver og einn hefur áhuga á.

Séð verður um að passa bátanna í Kollafirði á meðan félagar ganga á fjallið.

"Hljómsveit hússins" slær fjöruga sjómannahljóma við aðstöðuna í Geldingarnesinu á meðan við grillum og njótum dagsins.

Munið að taka með ykkur gönguföt og gönguskó, nesti til að bæta á sig fyrir og eftir fjall, og nóg að drekka.

Skráning (mikilvæg vegna grillsins) í síðasta lagi á hádegi á laugardag hjá Ólafíu Aðalsteinsdóttur s. 862-2863 og Reyni T. Geirssyni s. 824-5444 eða marest@tv.is.