Hjól - Róður - Fjallganga
Nýr
dagskrárliður með alhiða og hæfilegri áreynslu! Veðurspáin fyrir
sunnudaginn er góð. Mæting er fyrst með hjólin við brúna yfir
Elliðaárnar við Geirsnef kl. 9.00 og hjólað í Geldinganes.
Kl. ca. 10.00 - 10.30 er róið úr Geldinganesi inn í Kollafjörð. Mæta má beint í Geldinganesið og jafnvel Kollafjörðinn.
Kl.
ca. 11.30 - 12.00 verður gengið á Esjuna og má gera ráð fyrir að gangan
taki allt að 3 klst. með öllu (upp, niður, skipta um föt og næra sig).
Kl. ca. 14.30-15.00 verður róið til baka í Geldinganes og kl. ca. 15.30 - 16.30 er komið í land þar.
Grillað verður við aðstöðu klúbbsins í Geldinganesi að þríþraut lokinni (kr. 500/mann).
Eigin tímataka er á hvern legg sem svo er skráð og gefin upp fyrir hvern áfanga sm lokið er að fullu.
Taka má þátt í einum, tveimur eða öllum þremur liðunum, eins og hver vill. Takið gjarnan fjölskylduna með í það sem hún treystir sér, t.d. hjólaliðinn eða gönguna á Esjuna.
Þeir sem ganga á Esjuna geta farið alla leið upp á Þverfellshorn, upp að "Stóra steini" (um 2/3 leiðarinnar upp), eða eins og hver og einn hefur áhuga á.
Séð verður um að passa bátanna í Kollafirði á meðan félagar ganga á fjallið.
"Hljómsveit hússins" slær fjöruga sjómannahljóma við aðstöðuna í Geldingarnesinu á meðan við grillum og njótum dagsins.
Munið að taka með ykkur gönguföt og gönguskó, nesti til að bæta á sig fyrir og eftir fjall, og nóg að drekka.
Skráning (mikilvæg vegna grillsins) í síðasta lagi á hádegi á laugardag hjá Ólafíu Aðalsteinsdóttur s. 862-2863 og Reyni T. Geirssyni s. 824-5444 eða marest@tv.is.