ImageÞingvallavatn á laugardaginn

Síðastliðin tvö sumur höfum við farið mjög góðar ferðir um miðjan júní á Þingvallavatn. Þetta er ferð fyrir alla með einhverja reynslu. Kyrrðin og fjallafegurðin á góðum degi er einstök úti á vatninu. Farið um kl. 10 f.h. frá Hestvík við suðurenda vatnsins í hellaeyjuna Klumbru, svo út að Nesey og í Sandey. Þar verður höfð nokkur viðdvöl svo menn geti gengið um og upp á eyjuna. Róið þaðan í Þorsteinsvík, aftur í gegnum Klumbru og yfir Hestvíkina, svo inn hana að vestanverðu. Ferðin tekur bróðurpart dagsins. Nánar á korkinum.