Image Laugardaginn 07/07/07 verður hinn árlegi kappróður í Tungufljótinu haldinn.  Keppnin fer fram í flúðunum fyrir ofan brúnna á Tungufljóti, á leiðinni milli Gullfoss og Geysi.  Að þessu sinni verður kepp í Boater-cross þar sem 3-5 keppendur eru ræstir niður ánna í einu og sá fyrsti niður vinnur.  Keppnin verður með útsláttarformi og mun fyrri umferðin fara fram í léttum kafla árinnar, en úrslitin í aðeins meira krefjandi flúðum.

Gert er ráð fyrir því að ræsing verði klukkan 18:00, en skráning hefst á keppnissvæðinu klukkan 17:00.   Eftir keppnina verður slegið upp tjaldbúðum á Drumbó, höfuðstað rafting og straumkayakróðurs á Íslandi, þar mun verðlaunaafhending og kvöldvaka fara fram.  Komið með ykkar eigin mat og drykk.

Frekari upplýsingar er að finna hjá Jóni Sundmanni í síma 897-6517 eða á korknum.