Hér er smá tilkynning um breytingu á brottfarartíma:
Þar sem allar spár gera ráð fyrir mikilli rigningu á föstudeginum og fram á nótt hef ég ákveðið að fresta brottför úr Reykjavík til laugardagsmorguns frá Olís við Rauðavatn MÆTING KL 05:30 BROTTFÖR Á SLAGINU 06:00.
Þá verður ekið sem leið liggur í Sigöldu, þaðan upp í Landmannalaugar, inn á Fjallabak nyrðra og inn í Langasjó. Með þessu leggja allir af stað með þurran búnað og að auki er þessi leið um 60km styttri.
Þannig að þeir sem ætla að koma með og ætla að fá að setja bátin á kerruna mæta í aðstöðuna við Geldinganes klukkan 19:00 á föstudaginn því á þeim tíma verður kerran á svæðinu.
Ég mun á sama tíma útdeila blaði með nokkrum GPS punktum sem róið verður eftir inn eftir vatninu og til baka.
Miðað við að halda þokkalegum ferðahraða ættum við að geta lagt af stað frá veiðihúsinu við Langasjó um kl 11:00 á laugardeginum.
Róðurinn mun að öllum líkindum taka megnið af deginum með öllum eðlilegum stoppum.
Tjaldað verður við innri enda vatnsins.
Enn og aftur eru þeir sem ætla með í ferðina hvattir til að mæta í félagsróður næsta fimmtudag.
Að auki vil ég hvetja fólk til að fara og kaupa sér landakort af svæðinu og ef það er ekki plastað að láta plasta kortið. Samskipti Síðumúla 4 sér um að plasta kort fyrir vægt verð.
Það er nefnilega hluti af því að ferðast í óbyggðum að vera með kort, áttavita og GPS tæki og kunna á þetta.
Ég vona að fólk sé sátt við þessa breytingu
Kv. Gummi J.