Langisjór 11.-13. júlí

19 júl 2014 21:26 - 19 júl 2014 21:51 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Langisjór 11.-13. júlí
Langisjór 12.-14. júlí!
Við Lilja fórum á Langasjó en hittum enga ræðara þar í klúbbferð eins og geta má nærri. Ferð okkar var einkaferð og ferðasagan á þannig séð ekki heima á klúbbsíðunni. Smá vangaveltur eiga þó e.t.v. erindi hér.
Lilja er hægur ræðari og miðaðst okkar plan við að vera 3 daga á vatninu í stað tveggja. Við vorum í sumarleyfi og þurftum því ekki að binda okkur við að róa á laugar- og sunnudegi. Veður reyndist vera gott á sunnudeginum, þannig að við rerum stutt á laugardagskvöldi í roki og rigningu, tjölduðum í eyju eftir 7-8 km og notuðum síðan sunnudaginn til að róa inn að jökli, ganga upp í fjallshlíð ofan við upptök Skaftár og snerum síðan aftur í tjaldið á sama stað. Róið var svo til baka og haldið heim á mánudegi.
Sjá nokkrar myndir: plus.google.com/photos/11201444661953018.../6037889210389169361
Það hefur sýnt sig að erfitt er að velja helgi löngu fyrirfram til að róa í blíðu á þessu svæði. Guðrún Nína veðurfræðingur var að skoða vindhegðun hér á landi og Jökulheimar er mesti rokrass landsins, en það er rétt norðan við Langasjó.
Niðurstaða þessara hugleiðinga er:
Klúbbferð á Langasjó þarf að vera með sveigjanlegum dagsetningum og lokaákvörðun svo tekin með stuttum fyrirvara. Sjálfur hef ég tvisvar þurft að aflýsa ferð á Langasjó. Það verður síðan að ráðast hverjir komast með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2014 17:18 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Langisjór 11.-13. júlí
Ákveðið hefur verið að aflýsa ferðini.

Skoðum að fara seinna í sumar, í ágúst.
Svo nú er ekki úr vegi að stunda róðraræfingar stíft fram eftir sumri.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2014 15:52 - 10 júl 2014 16:00 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Langisjór 11.-13. júlí
Það er margt sem þarf að huga að hjá þeim sem búa sig í slíka ferð. Góður listi um búnað er hér á korkinum sbr. kayakklubburinn.is/index.php/frodhleikur...enu-39/155-bur-ayakr
Þetta eru mörg smáatriði en efnið má flokka þannig t.d.:
  • Bátur og róðrarbúnaður.
  • Róðrarfatnaður.
  • Landfatnaður.
  • Viðlegubúnaður.
  • Nesti og eldun.
  • Rötun, öryggi, viðgerðir.
  • Snyrtitaska og persónulegur búnaður.
  • Bíll búinn til hálendisferða.
Við Lilja verðum ekki í hópnum, en verið getur að við rekumst á ykkur við Langasjó. Ég læt Gumma Björgvins þá frétta af því.
Góða ferð - GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2014 20:03 - 08 júl 2014 22:03 #4 by Gummi
Replied by Gummi on topic Langisjór 11.-13. júlí
Hér er smá tilkynning um breytingu á brottfarartíma:
Þar sem allar spár gera ráð fyrir mikilli rigningu á föstudeginum og fram á nótt hef ég ákveðið að fresta brottför úr Reykjavík til laugardagsmorguns frá Olís við Rauðavatn MÆTING KL 05:30 BROTTFÖR Á SLAGINU 06:00.
Þá verður ekið sem leið liggur í Sigöldu, þaðan upp í Landmannalaugar, inn á Fjallabak nyrðra og inn í Langasjó. Með þessu leggja allir af stað með þurran búnað og að auki er þessi leið um 60km styttri.
Þannig að þeir sem ætla að koma með og ætla að fá að setja bátin á kerruna mæta í aðstöðuna við Geldinganes klukkan 19:00 á föstudaginn því á þeim tíma verður kerran á svæðinu.
Ég mun á sama tíma útdeila blaði með nokkrum GPS punktum sem róið verður eftir inn eftir vatninu og til baka.

Miðað við að halda þokkalegum ferðahraða ættum við að geta lagt af stað frá veiðihúsinu við Langasjó um kl 11:00 á laugardeginum.

Róðurinn mun að öllum líkindum taka megnið af deginum með öllum eðlilegum stoppum.
Tjaldað verður við innri enda vatnsins.

Enn og aftur eru þeir sem ætla með í ferðina hvattir til að mæta í félagsróður næsta fimmtudag.

Að auki vil ég hvetja fólk til að fara og kaupa sér landakort af svæðinu og ef það er ekki plastað að láta plasta kortið. Samskipti Síðumúla 4 sér um að plasta kort fyrir vægt verð.
Það er nefnilega hluti af því að ferðast í óbyggðum að vera með kort, áttavita og GPS tæki og kunna á þetta.

Ég vona að fólk sé sátt við þessa breytingu :)
Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2014 23:07 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Langisjór 11.-13. júlí
Það stefnir í ágætis róðarveður næstu helgi, það verður þó einhvað blautt en hæglætis vindur 2-3msek samkvæmt spám í dag.
Nú þegar þetta er ritað eru um 12 búnir að skrá sig bæði á kork og með tölvupósti.

Það væri ekki úr vegi að þeir sem eru á jeppum og geta tekið farþega láti vita hér eða í tölvupósti til mín svo það sé hægt að koma nokkrum nettum kayak-rössum með í ferðina.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2014 22:07 #6 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Langisjór 11.-13. júlí
Ég stefni á að róa með ykkur.
Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2014 13:43 #7 by Jón G
Replied by Jón G on topic Langisjór 11.-13. júlí
Ég og sonur minn erum mjög áhugasamir um að mæta. Panta pláss í kerrunni fyrir tvo báta. Kv. Jón Gunnar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2014 17:03 #8 by Gummi
Replied by Gummi on topic Langisjór 11.-13. júlí
Ég er með gleðifrétt fyrir þig Guðni Páll og aðra þá sem vantar far. Búið er að útvega kerru sem tekur 10 báta og nú er það hið gamalkunna fyrstir koma fyrstir fá. Guðni Páll er hér með komin með eitt pláss á kerruni og þá eru 9 eftir.

Svo er það með úrslitaleikin á HM, þá get ég ekki lofað að allir verði komnir heim þegar útsending hefst. En það eru einhverjar sjoppur meðfram þjóveginum sem ætti að vera hægt að lauma sér inn í og horfa á.

Meira síðar :)

Kv. Gummi J.
fararstjóri
S: 8997516
gummijb@internet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2014 09:56 #9 by Guðni Páll
Er einhver með laus far fyrir 1 rass og bát í þessa ferð. Held að Poloinn sé ekki næilega vel búin í svona ferð.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 12:13 - 29 jún 2014 13:22 #10 by Gummi
Jæja þá er farið að líða að næstu ferð og ekki úr vegi að fólk fari að láta vita af sér hér á korknum eða með tölvupósti.
Allt um ferðina er undir TENGLI á heimasíðuni og síðan verður bætt við upplýsingum hér eða undir SKJALASAFN
Þeir sem ætla að mæta verða að hafa mætt í félagsróðra auk þess að það væri æskilegt að viðkomandi láti sjá sig í næstu tveim félagsróðrum.

Þeir sem ekki eru skráðir á korkin geta sent mér svar á gummijb@internet.is

Frekari upplýsingar hér á þessum þræði á næstuni.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum