Hnúfubakur í návígi

01 júl 2014 14:19 - 01 júl 2014 14:20 #1 by palli
Skrapp með nokkrum félögum í Ísafjarðardjúp um helgina. Þar rerum við m.a. fram á hnúfubak í Skötufirði og það var aldeilis magnað að vera svona í návígi við hann. Maður hefur heyra nokkrar sögur af því að þeir séu forvitnir og komi ansi nálægt smábátum eins og þarna en ég hef aldrei heyrt af því að einhver hafi fengið fyrir ferðina í þeim viðskiptum. Ætli þeir viti ekki nákvæmlega hvar maður er og séu ekkert að stugga við manni að óþörfu ?

Þetta var annars hinn besti róður og Djúpið á lognsumarnótt er náttúrulega engu líkt. Nokkrar myndir og stutt ferðasaga hér .


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum